Algengar spurningar

Hvað er bite away®?

bite away® er rafeindatæki sem meðhöndlar einkenni á borð við kláða, verki og þrota eftir stungur og bit skordýra, en það virkar einfaldlega með samanþjöppuðum hita og er því alveg laust við íðefni. Það að nota samanþjappaðan hita (staðbundinn ofurhita) felur í sér líkamlegan verkunarhátt sem byggist á því að beita samanþjöppuðum hita í stutta stund á lítið og afmarkað húðsvæði. Þessi staðbundnu hitaboð nægja hugsanlega til að vekja svörun hjá líkamanum til að draga úr kláða og verkjum og minnka þrota í kjölfarið.

Hver má nota away®?

bite away® er fyrir alla, burtséð frá kyni og aldri*. bite away® hentar einnig konum á meðgöngu, börnum* og fólki með ofnæmi.

Við notkun hjá börnum skal hafa í huga að húð barna er næmari fyrir sársauka en húð fullorðinna. Áður en börn eru meðhöndluð skal láta þau vita að bite away® myndi hita sem gæti valdið óþægindum stutta stund

*hægt að nota sjálf/ur frá 12 ára aldri

Hvernig virkar away®?

Keramíksnertifletinum á bite away® er komið fyrir á biti eða stungu. Eftir að þrýst er aðeins einu sinni á annan af hnöppunum tveimur (3 sekúndur við fyrstu meðferð og ef húðin er mjög viðkvæm/5 sekúndur við reglulega notkun) næst hitastig sem nemur u.þ.b. 51°C og því er viðhaldið í valinn tíma.

Gert er ráð fyrir að þetta líkamlega ferli virkji ýmsar boðleiðir og hafi þannig jákvæð áhrif á ónæmis- og bólguviðbrögð. Með því að stjórna losun histamína og sundrunarensíma er hægt að minnka bólguviðbrögð.

Hvenær á að nota away®?

Ef tækið er notað strax eftir stungu/bit er venjulega hægt að koma alveg í veg fyrir einkennin og því skal meðhöndla viðkomandi svæði eins fljótt og auðið er. Jafnvel þótt tækið sé notað örlítið seinna geta einkennin horfið fyrr.

Hvernig á að nota bite away®?

Keramíksnertifletinum á endanum á bite away® er komið fyrir á stungu eða biti. Eftir að þrýst er aðeins einu sinni á annan af hnöppunum tveimur (3 sekúndur við fyrstu meðferð og ef húðin er mjög viðkvæm, eða 5 sekúndur við reglulega notkun) næst hitastig sem nemur u.þ.b. 51°C og því er viðhaldið í valinn tíma. Ef einkennin hverfa ekki alveg má nota tækið aftur. Tryggja skal að a.m.k. 2 mínútur líði á milli notkunar þegar meðferð er veitt. Ekki skal nota það oftar en 5 sinnum á klukkustund á sömu stungu eða bit af völdum skordýrs.

VVeldur bite away® því að moskítóbit eða skordýrabit hverfi?

Nei. bite away® meðhöndlar einkennin sem stafa af skordýrabitum eða -stingjum, sem táknar að yfirleitt tekst að meðhöndla kláða, verki og þrota hratt og vel.

Hvað fylgir með pakkningunni?

Pakkningin inniheldur tækið og tvær AA LR6 1,5V rafhlöður.

Eru einhverjar aukaverkanir af notkun bite away®?

Öfugt við krem, hlaup og töflur sem notuð eru til að meðhöndla kláða og þrota í tengslum við skordýrabit, er bite away® alveg laust við íðefni. Meðferðarhitastigið getur valdið einhverjum óþægindum hjá viðkvæmum einstaklingum. Hjá viðkvæmum einstaklingum getur orðið vart við tímabundinn roða á húð eftir notkun. Mjög sjaldan getur orðið vart við ertingu í húð hjá notendum með viðkvæma húð.

Eru einhverjir áhættuhópar, á borð við einstaklinga með gangráð, konur á meðgöngu, fólk með ofnæmi eða flogaveiki, sem ættu ekki að nota bite away®?

Engar takmarkanir eru á notkun fyrir konur á meðgöngu eða einstaklinga með ofnæmi eða flogaveiki þar sem virkni bite away® er alveg laus við íðefni og felur aðeins í sér samanþjappaðan hita. Takmarkanir eiga við um eftirfarandi:

  • smátrefjataugakvilli, verkjaofurnæmi við snertingu, ofursársaukanæmi
  • æxli og illkynja breytingar í húð
  • einstaklingar með minnkað sársaukanæmi vegna líkamlegra eða læknisfræðilegra kvilla
  • viðkvæm húðsvæði eða húðsvæði með lélegri blóðrás.

Hversu lengi endast rafhlöðurnar og hvernig á að skipta um þær?

AA LR6 1,5V rafhlöðurnar sem fylgja pakkningunni endast í allt að 300 skipti og hægt er að skipta um þær þegar þarf. Þegar æskilegt er að skipta um rafhlöður skal fjarlægja rafhlöðulokið. bite away® lætur vita þegar skipta þarf um rafhlöður: LED ljósin munu blikka þrisvar sinnum og hljóðmerkið mun heyrast þrisvar sinnum. Athugið: Ef um er að ræða tæki með lotunúmerinu 13/A01 eða 13/A02 skal tryggja að skautin á rafhlöðunum snúi rétt; tækjum úr þessari lotu fylgir ekki rafræn skautvörn (í versta falli getur orðið skammhlaup). Á eftirfarandi mynd má sjá hvernig rétt er að setja rafhlöðurnar í:

Hvað kostar bite away®?

mibeTec GmbH ráðleggur söluverðið 6.900 kr Verðin geta verið mismunandi eftir smásöluaðila.